Tweed Ride Reykjavik

Tweed Ride - 28.ágúst 2022

Vertu með okkur þann 28.ágúst er við klæðum okkur upp og hittumst hjá Akureyrarkirkju á klassískum hjólum og hjólum um Akureyri.
Hvað er

TWEED RIDE

Árið 2009 tóku reiðhjólaáhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og hjóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og –kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og virðuleg borgarhjól.

Í stuttu máli sagt, þá er þetta stórskemmtilegur viðburður og vekur alltaf athygli.

Tweed Ride Reykjavík

Dagskrá drög

Tweed Ride Akureyri
Við komum saman við Akureyrarkirkju sunnudaginn 28.ágúst klukkan 14:00.

Aug
2022

Mæting og afhending númera
20170804_221314
Við byrjum daginn að koma saman hjá Akureyrarkirkju og fá afhent númer.

Aug
2022

HÓPMYNDATAKA
Þá stillum við okkur upp og tökum mynd af fallega hópnum.

Aug
2022

Hjólað um Akureyri
Hópurinn hjólar af stað frá Hallgrímskirkju. Við munum stoppa tvisvar á leiðinni til að fá okkur hressingu. Eftir um 35-45 mínútna hjólatúr er fyrsta stoppið.

Aug
2022

Hressing
Fyrsta stopp okkar eftir ánægjulega hjólatúr um Akureyri. Fyrsta stopp er við Lyst í Lystigarðinum. Við göngum með hjólin inn í garðinn og út aftur.

Aug
2022

Hjólað um Akureyri
Við leggjum aftur af stað og hjólum um Akureyri.

Aug
2022

High Tea og verðlaunaafhending
Við endum hjólatúrinn á Garún í Menningarhúsinu Hofi með High Tea og verðlaunaafhendingu. Við fáum okkur hressingu og veljum Best klæddi Herramaðurinn Best klædda Daman Fallegasta Hjólið fær verðlaun frá Reiðhjólaverzluninni Berlin
Tweed Ride

Hvar hittumst við?

Við hittumst fyrir utan Akureyrarkirkju. Þar er gott pláss til að koma saman og taka góða hópmynd af okkur áður en við leggjum af stað í hjólatúrinn.
Númer verða einnig afhent þeim sem vantar.

Vertu með og taktu þátt í skemmtilegum viðburði. Allir velkomnir. Það kostar ekkert að taka þátt. Hver og einn greiðir fyrir það sem keypt er á veitingarhúsum bæjarins.

tweedride-akureyri
Tweed Ride

Styrktaraðilar

Reiðhjólaverzlunin Berlin stendur fyrir Tweed Ride Akureyri í samvinnu við Atvinnu-, markaðs- og menningarmálateymi Akureyrar.

Eftir á að koma í ljós hver verður styrktaraðili fyrir bezt klædda herramanninn og bezt klæddu dömuna.

Reiðhjólaverzlunin Berlin gefur vinning fyrir fallegasta hjólið.

Þátttakendur kjósa um bezt klædda herramanninn og bezt klæddu dömuna.

berlin

Spurt og svarað

Við hvetjum fólk til að koma á klassísku og virðulegu borgarhjóli. Þetta er tilvalið tækifæri til að taka fram gamla hjólið í tíma og gera það klárt fyrir daginn. Ef þér vantar hjól þá er Reiðhjólaverzlunin Berlin með sex reiðhjól sem hægt er að fá leigt. Hafðu samband á netfangið jonoli@reidhjolaverzlunin.is.

Reiðhjólaverzlunin Berlin gefur verðlaun fyrir fallegasta hjólið.

Hver og einn hjólar á eigin ábyrgð.

Hvað er Tweed Ride
Árið 2009 tóku reiðhjólaáhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og hjóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og –kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og virðuleg borgarhjól. Í stuttu máli sagt, þá er þetta stórskemmtilegur viðburður og vekur alltaf athygli.
Hvernig hjól?
Við hvetjum fólk til að koma á klassísku og virðulegu borgarhjóli. Þetta er tilvalið tækifæri til að taka fram gamla hjólið í tíma og gera það klárt fyrir daginn. Ef þér vantar hjól þá er Reiðhjólaverzlunin Berlin með sex reiðhjól sem hægt er að fá leigt. Hafðu samband á netfangið jonoli@reidhjolaverzlunin.is. Reiðhjólaverzlunin Berlin gefur verðlaun fyrir fallegasta hjólið. Hver og einn hjólar á eigin ábyrgð.
Hvar á að mæta og klukkan hvað?
Mæting er fyrir framan Hallgrímskirkju klukkan 14:00. Þar fá þátttakendur afhent númer. Þátttaka er ókeypis.
Hver skipuleggur Tweed Ride?
Tweed Ride Reykjavik var upprunalegt skipulagt af tveimum áhugamönnum um klassískan klæðnað og hjólreiðar, Alexander Schepsky frá Þýskalandi og Jóni Gunnari Tynes Ólasyni úr Hlíðunum. Reiðhjólaverzlunin Berlin skipuleggur og heldur utan um þennan viðburð árlega. Tweed Ride er haldin annað hvort síðasta laugardag í maí mánuði eða fyrsta laugardag í júní mánuði.
Kostar eitthvað að vera með?
Það kostar ekkert að taka þátt. Við hvetjum fólk til að skrá sig áður en það mætir. Á sjálfum Tweed Ride deginum þá er best að mæta við Hallgrímskirkju ef þú hefur ekki náð að skrá þig. Fólk þarf að greiða sjálf fyrir þær veitingar sem það kaupir sér á þeim stöðum sem stoppað er.
Hvernig klæðnaður?
Til að gera stemminguna skemmtilega þá hvetjum við þátttakendur að klæða sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og –kvenna. Best klæddi herramaðurinn og daman fá verðlaun. Munið að klæða ykkur eftir veðri.
Þarf ég að skrá mig?
Við hvetjum fólk til að skrá sig svo við getum betur áætlað fjöldann sem mætir á Tweed Ride. Endilega vertu með og skráðu þig hér á síðunni.
Get ég boðið fram aðstoð mína?
Viltu bjóða fram krafta þína? Við þiggjum alla hjálp sem okkur bíðst við að skipuleggja og halda utan um Tweed Ride. Sendu tölvupóst á netfangið jonoli@reidhjolaverzlunin.is.

Árið 2009 tóku reiðhjólaáhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og hjóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og –kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og virðuleg borgarhjól.

Í stuttu máli sagt, þá er þetta stórskemmtilegur viðburður og vekur alltaf athygli.